56. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. apríl 2016 kl. 13:06


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:06
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:06
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 13:06
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:06
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:06
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:12
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 14:54
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 13:06

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir boðaði forföll. Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 13:49. Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 15:19. Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 15:46.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:07
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

2) 338. mál - stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára Kl. 13:07
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu allir viðstaddir. Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en stóð að nefndaráliti skv. heimild 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 13:49
Nefndin ræddi um málið.

4) Önnur mál Kl. 15:55
Ákveðið var að Silja Dögg Gunnarsdóttir yrði framsögumaður 407. máls um húsnæðisbætur í stað Elsu Láru Arnardóttur.

Ákveðið var að Elsa Lára Arnardóttir yrði framsögumaður 435. máls um almennar íbúðir í stað Silju Daggar Gunnarsdóttur.

Fundi slitið kl. 15:55